Panama.is - veftímarit
Föstudaginn 5. janúar kl. 12 á hádegi opnaði veftímaritið Panama.is.
Panama fjallar á ferskan og frumlegan hátt um áhugavert fólk og málefni líðandi stundar. Auk frétta um hvers kyns dægurmál eru þar greinar, pistlar og viðtöl ásamt ítarlegri umfjöllun um tónlist og kvikmyndir. Stefna Panama er að höfða til ungs fólks á öllum aldri með fróðlegu og skemmtilegu efni.
Gott og vel. En hvað segja þessar upplýsingar, þessi lýsingarorð okkur raunverulega um Panama? Maður spyr sig. Ef til vill er best að láta eftirfarandi einnig í té:
Þeir sem standa að Panama hrifust nær allir af áramótaskaupinu 2006.
Þeir sem standa að Panama hrífast af sjónvarpsþáttum á borð við Arrested Development, Seinfeld, Sigtið og Friends. Eru sem sagt hrifnir af góðu gríni.
Þeir sem standa að Panama hafa jafnframt afar fjölbreyttan og góðan smekk á tónlist, kvikmyndum og bókmenntum.
Þeir sem standa að Panama eru upp til hópa fordómalaust og frjálslynt fólk sem trúir á jafnrétti, bræðralag og hamingju.
Þeir sem standa að Panama munu ekki taka pólítíska afstöðu á stafrænum síðum þessa vefrits.
Þeir sem standa að Panama spanna að öðru leyti alla liti í hinu pólítíska litrófi.
Þeir sem standa að Panama eru metnaðarfullt fólk sem hefur gæði og skemmtilegheit að leiðarljósi.
Þeir sem standa að Panama eru samasafn af gömlum sálum sem búa í ungu fólki sem er ungt í anda.
Þeir sem standa að Panama hafa það að markmiði að láta veftímaritið Panama.is skipa veglegan sess í fjölmiðlafrumskógi íslensks samtíma.
Njótið vel og hafið það gott.